Körfubolti

Sigtryggur Arnar kvaddi stuðningsmenn Tindastóls

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigtryggur Arnar var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabili
Sigtryggur Arnar var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabili vísir/bára
Sigtryggur Arnar Björnsson staðfesti í kvöld að hann væri á förum frá bikarmeisturum Tindastóls. Hann kvaddi stuðningsmenn félagsins með færslu á samfélagsmiðlum.

Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Sigtryggur Arnar væri í samningaviðræðum við Grindavík þrátt fyrir að vera enn samningsbundinn Tindastól.



Nýr formaður körfuknattleiksdeildar Stólanna sagðist búast við Sigtryggi til æfinga 1. september því hann sé samningsbundinn Stólunum. Sigtryggur Arnar telji sig hins vegar lausan allra mála hjá Tindastóli því samningnum var skilað of seint á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands.

Sigtryggur Arnar var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabili og fór á kostum í sigri Stólanna á KR í bikarúrslitunum þar sem Stólarnir sóttu sinn fyrsta titil í sögu félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×