Viðskipti erlent

Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla

Kjartan Kjartansson skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vildi ekki ganga svo langt að kalla deiluna við bandarísk stjórnvöld viðskiptastríð.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vildi ekki ganga svo langt að kalla deiluna við bandarísk stjórnvöld viðskiptastríð. Vísir/epa

Leggi ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta verndartolla á innflutta bíla gæti það leitt til viðskiptastríðs, að sögn Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Trump hefur hótað því að leggja allt að 25% toll á innflutta bíla, þar á meðal frá Evrópusambandslöndum.

„Þetta er að taka á sig mynd viðskiptaátaka, ég vil ekki nota orð sem ganga lengra en það. Það allra tilrauna virði að reyna að draga úr spennunni þannig að þessi átök verði ekki að stríði,“ sagði Merkel við þýska þingmenn í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar.

Vísaði hún til þess að Bandaríkin hefðu þegar lagt verndartolla á innflutt ál og stál. Evrópusambandið svaraði þeim tollum með sínum eigin á valdar bandarískar vörur eins og mótorhjól og viskí. Sambandið hefur hótað því að leggja tolla á vörur að verðmæti allt að 300 milljarða dollara ef Trump stendur við hótanir sínar um tolla á bíla.

Merkel sagði að bandarísk stjórnvöld ættu frekar að vinna með bandamönnum sínum að því að finna fjölhliða lausnir á umkvörtunum sínu varðandi viðskipti frekar en að leggja á tolla.

„Þýskaland mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma í veg fyrir að ástandið stigmagnist,“ sagði kanslarinn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.