Innlent

Framkvæmdastjóri Eistnaflugs nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Atli Ísleifsson skrifar
Bæjarráð Fjarðabyggðar ásamt nýjum bæjarstjóra, Karli Óttari Péturssyni. Frá vinstri: Dýrunn Pála Skaftadóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Karl Óttar Pétursson, Rúnar Gunnarsson og Jón Björn Hákonarson.
Bæjarráð Fjarðabyggðar ásamt nýjum bæjarstjóra, Karli Óttari Péturssyni. Frá vinstri: Dýrunn Pála Skaftadóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Karl Óttar Pétursson, Rúnar Gunnarsson og Jón Björn Hákonarson. Mynd/fjarðabyggð
Karl Óttar Pétursson, forstöðumaður lögfræðisviðs Arion banka, hefur verið ráðinn nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins en gengið var frá ráðningunni á fundi bæjarráðs í morgun.

Hinn 47 ára Karl Óttar lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, með heimspeki sem aukagrein. „Árið 2002 lauk Karl svo embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og hlaut árið 2011 löggildingu sem héraðsdómslögmaður.

Karl Óttar hefur starfað hjá Héraðsdómi Vestfjarða, Kaupþingi og nú síðast sem forstöðumaður lögfræðisviðs hjá Arion banka. Karl Óttar hefur frá árinu 2014 verið framkvæmdastjóri rokkhátíðarinnar Eistnaflugs og hefur því góða tengingu við samfélagið í Fjarðabyggð,“ segir í tilkynningunni.

Alls sóttu níu manns um stöðuna en tveir drógu umsóknina til baka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×