Erlent

Vantar þúsundir verkfræðinga

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Auðvelda á Dönum að flytja inn verkfræðinga
Auðvelda á Dönum að flytja inn verkfræðinga Vísir/AFP
10 þúsund verkfræðinga og raunvísindamenn mun vanta til starfa í Danmörku árið 2025, samkvæmt spá félags verkfræðinga í Danmörku. Skortur á verkfræðingum háir nú þegar mörgum dönskum fyrirtækjum.

Í frétt Dagens Næringsliv segir að nokkur fyrirtæki neyðist til að útvista verkefnum til verkfræðistofa í útlöndum.

Ráðherrann Inger Støjberg, sem fer með málefni innflytjenda, segir skort á fagmenntuðu starfsfólki í Danmörku óþolandi ástand. Kveðst hún ætla að auðvelda fyrirtækjum að ráða erlendan starfskraft.

Nú verða starfsmenn frá löndum utan Evrópusambandsins að þéna að minnsta kosti 418 þúsund danskar krónur á ári til að fá að starfa í Danmörku.




Tengdar fréttir

Lykilatriði sé að breyta viðhorfum foreldranna

Algjört hrun hefur orðið í fjölda útskrifaðra iðnnema frá hruni. Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á að efla iðnmenntun i grunnskólum og breyta viðhorfi foreldra.

Iðnnám ekki nám í skilningi laga

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það þarfnist viðhorfsbreytingar stjórnvalda gagnvart iðnnámi, en síðustu áramót tóku gildi lagabreytingar sem meta iðnnám ekki nám í lagalegum skilningi.

Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×