Viðskipti innlent

Sjóvá metið mun hærra í verðmati

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár,
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, Vísir/daníel
Capacent verðmetur tryggingafélagið Sjóvá á 28,9 milljarða króna sem er 28 prósent yfir markaðsvirði. Verðmatsgengið lækkar um tæplega eitt prósent frá síðasta mati.

Í greiningunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að árlegur sumarblús virðist vera á verðbréfamarkaði og líklegt sé að ládeyða verði á hlutabréfamarkaði fram yfir verslunarmannahelgi.

Þrátt fyrir að Sjóvá birti nýlega afkomuviðvörun vegna þess að tjón voru umfram áætlun á fyrri helmingi ársins hafði það ekki áhrif á verðmatið.

Sjóvá gerir nú ráð fyrir að samsett hlutfall verði 98 prósent í ár í stað 96 prósenta. Aftur á móti hefur Capacent reiknað með því að hlutfallið verði 99 prósent. Fram kemur í greiningunni að grunnrekstur félagsins sé að styrkjast þrátt fyrir óvænt tjón.

Á móti sé nú gert ráð fyrir lægri fjárfestingartekjum í ljósi verðþróunar á verðbréfamörkuðum.


Tengdar fréttir

Keyptu í Sjóvá fyrir 150 milljónir

Fjárfestingasjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfélagsins Eaton Vance Management keyptu í liðinni viku rúmlega 9,2 milljónir hluta í tryggingafélaginu Sjóvá. Sjóðir á vegum félagsins eiga nú samanlagt 5,59 prósenta hlut í tryggingafélaginu, að því er fram kemur í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar.

Gætu fengið um 400 milljóna króna hlut

Hluthafar Heimavalla GP eiga rétt á árangurstengdri greiðslu í formi hlutar í leigufélaginu. Gætu fengið tveggja prósenta hlut ef útboðsgengið verður um 1,7 krónur á hlut. Hafa áður fengið um 480 milljónir fyrir ráðgjafastörf 2015 - 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×