Lífið

Stjörnuspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Verður að sjá hvað veröldin er smá

Elsku Bogmaðurinn minn, á köflum ert þú óútreiknanleg persóna og hversu dásamlegt er það, en í þessu að vera svona karakter þarftu að vita hver þú ert því þú þarft svo sannarlega frelsi til að fara þangað sem þú vilt.

Þér mun ekki líða of vel að vera í kassalaga umhverfi þar sem allt endurtekur sig eins og í bíómumdinni Ground Houg Day. Eftir því sem líður á aldur þinn verður þú fordómalausari og fordómalausari og þarmeð í betri tengingu við fólk útum allan heim.

Þú verður að sjá hvað veröldin er smá svo það er mikilvægt þú hugsir stórt því þar verður vegferð þín miklu skemmtilegri.

Þú ert að fara á miklu skemmtilegra ár heldur en 2017, þó þú syngir kannski ekki mér finnst rigningin góð þá virðist þú fá kraft úr íslensku veðurfari.

Þetta er spennandi tími sem þú ert að fara inn í sem tengir þig við ólíklegasta fólk og hjálpar þér ef þú hefur hugmynd um að flytja eða breyta um aðstæður.

Hver vika sem er framhald á þessu ári gefur þér skýrari mynd af því hvernig þú vilt hafa þetta og opnar fyrir þér tækifæri á að breyta lífinu þínu í betri bíómynd.

Skilaboðin til þín er: Að lifa er að njóta

Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt, Kjartan Kjartansson athafnamaður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.