Enski boltinn

Sautján ár í Arsenal en nú á leið til West Ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wilshere í leik með Arsenal á síðustu leiktíð.
Wilshere í leik með Arsenal á síðustu leiktíð. vísir/getty
Jack Wilshere er við það að ganga í raðir West Ham en hann er án samnings eftir að samningur hans við Arsenal rann út.

Samningur Wilshere við Arsenal rennur út á morgun og er hann því laus allra mála en Sky Sports hefur heimildir fyrir því að hann sé við það að ganga í raðir West Ham.

Tyrknesk lið voru einnig áhugasöm um Wilshere og var hann meðal annars orðaður við Fenerbache en nú er talinn vera ganga í raðir West Ham eftir yfir hundrað leiki fyrir Arsenal.

Í viðtali við Sky Sports í síðustu víku sagði Wilshere frá því að hann væri ekkert að drífa sig í að taka ákvörðun en vildi frekar vera áfram í ensku úrvalsdeildinni í stað þess að fara út fyrir landsteinana.

Wilshere gekk í raðir akademíu Arsenal árið 2001 og hefur verið þar síðan fyrir utan þegar hann fór tvisvar að láni frá félaginu til Bolton og Bourneouth.

Manuel Pellegrini er tekinn við stjórnvölunum hjá Hömrunum en hann tekur við góðu búi af David Moyes. Þeir hófu æfingar á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×