Handbolti

FH bætir við sig örvhentum leikmanni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann og Ásgeir handsala samninginn.
Jóhann og Ásgeir handsala samninginn. vísir/fh
Silfurlið FH í Olís-deild karla hefur bætt við sig hægri hornamanni en Jóhann Kaldal Jóhannsson hefur skrifað undir samning við Hafnarfjarðarliðið.

Jóhann Kaldal er nítján ára gamall sem hefur leikið með Gróttu þangað til nú en hann hefur einnig verið fastamaður í yngri landliðum Íslands.

FH-ingar hafa misst fjóra leikmenn í atvinnumennsku. Óðinn Þór Ríkharðsson fór til Danmerkur, Gísli Þorgeir Kristjánsson til Kiel, Ágúst Elí Björgvinsson til Svíþjóðar og Ísak Rafnsson til Austurríkis.

 „Við erum virkilega ánægðir FH-ingar með að Jói hafi ákveðið að koma til okkar. Jói er mjög efnilegur leikmaður, drengur góður og smellpassar inn í okkar hóp.” segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH.

„Við ætlum okkur áfram að vera í fremstu röð næstu árin og Jói er eitt púslið af mörgum til að ná þeirri mynd sem við erum að vinna í að mynda.” sagði Ásgeir ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×