Erlent

Fótboltastrákunum ekki bjargað í kvöld

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/Getty
Ekki verður reynt að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum í Taílandi í kvöld. Þeir eru ekki reiðubúnir til þess að kafa þá vegalengd sem þarf til þess að ná þeim úr hellinum. BBC greinir frá.

Þetta kom fram á blaðamannafundi héraðsstjórans í Chiang Rai héraði þar sem hellirinn er. Í uppfærslum Guardian af blaðamannnafundinum kemur fram að kafarar hafi þegar byrjað að kenna drengjunum og þjálfara þeirra köfun og að unnið sé hörðum höndum að því að koma þeim út sem fyrst, fyllstu aðgátar verði þó gætt.

Greint hafði verið frá því í dag í Belgíu að reyna að ætti að ná drengjunum út í kvöld þar sem óttast er að enn frekari vatnsviðri á næstu dögum geti flækt björgunaraðgerðir enn frekar.

Drengirnir þurfa að kafa þó nokkra vegalengd undir handleiðslu reyndra kafara, sem gæti reynst þrautinni þyngri, líkt og Vísir hefur fjallað um. Kafari lést í hellinum í nótt, svo virðist sem hann hafi ekki haft nógu mikið súrefni handa sjálfum sér.

Allt að 200 manns hafa einnig reynt að finna aðra leið að drengjunum og kannað hefur verið hvort að hægt sé að bora sér leið að þeim. Þá hefur Elon Musk, eigandi SpaceX boðið fram aðstoð síðan vegna málsins, en héraðsstjórinn sagði á blaðamannafundinum að það hafi verið sín hugmynd að ræða við Musk.


Tengdar fréttir

Kafari lést í hellinum

Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×