Viðskipti erlent

Mark Zuckerberg ríkari en Warren Buffett

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. vísir/getty
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er nú talinn þriðji ríkasti maður í heimi á eftir þeim Jeff Bezos, stofnanda Amazon, og Bill Gates, stofnanda Microsoft.

Zuckerberg er þar með orðinn ríkari en fjárfestirinn Warren Buffett sem hefur hingað til vermt þriðja sæti listans yfir ríkustu einstaklinga heims.

Er þetta í fyrsta sinn sem þrír ríkustu einstaklingar í heimi koma allir úr tæknigeiranum samkvæmt frétt Bloomberg, en miðillinn heldur úti svokölluðum Bloomberg Billionaries Index, nokkurs konar listi yfir ríkustu milljarðamæringana.

Zuckerberg komst yfir Buffett á listanum í dag þar sem hlutabréfaverð í Facebook hækkaði um 2,4 prósent. Zuckerberg er því metinn á 81,6 milljarða bandaríkjadala, sem er um það bil 373 milljónum dala meira en Buffett er metinn á.


Tengdar fréttir

Zuckerberg biðst afsökunar

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×