Viðskipti innlent

Opnar eftir langan undirbúning

Andri Eysteinsson skrifar
Örn Tönsberg, Linnea Hellström g Krummi Björgvinsson opna nýjan vegan-stað í miðbænum.
Örn Tönsberg, Linnea Hellström g Krummi Björgvinsson opna nýjan vegan-stað í miðbænum. Vísir/ANTON

Eftir langt og strangt ferli mun loksins bætast í flóru vegan-veitingastaða í Reykjavík en mánudaginn 9.júlí mun veitingastaðurinn Veganæs loks hefja rekstur. Aðstandendur Veganæs greindu frá opnuninni í færslu á Facebook síðu staðarins. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.

Staðurinn sem er í eigu þremenninganna Linneu Hellström, Krumma Björgvinssonar og Arnar Tönsberg mun bjóða upp á vegan matseðil sem er þó ekki ætlað að vera hollur.

Tilkynnt var um fyrirhugaða opnun staðarins sumarið 2017 og hófst þá söfnun á vefsíðunni Karolina Fund til að gera þremenningum kleift að opna staðinn. Veganæs sem er staðsettur inn á Gauknum á Tryggvagötu opnaði eldhús sitt fyrir gestum á hátíðinn Reykjavík Fringe Festival í síðustu viku en nú getur hver sem er gætt sér á kræsingunum sem Veganæs býður upp á.

Á söfnunarsíðu Veganæs segir: „ Aðaláherslan er á að matreiða og bera fram Vegan-fæði sem stendur jöfnum fæti á við „venjulegan” mat, og þar með skella hurðinni framan í stærstu mótrökin gegn Vegan-mat, t.d. um bragð, áferð eða beikon, og við viljum gera svo með bros á vör. Fókusinn er á þægindamat sem hentar bæði rokkbar og Veganæs-rokkurum: Safaríkur, kryddaður og sósuríkur.“
 


Tengdar fréttir

Verða ekki með neinn heilsumat

Þau Linnea Hellström, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg ætla að opna vegan dænerinn Veganæs á næstunni. Í gangi er hópfjármögnun fyrir verkefninu á Karolina Fund en hópurinn vill knýja fram samfélagsbreytingar og fá fólk með sér í lið í verkefninu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.