Erlent

Annað fórnarlamb taugaeitursins látið

Andri Eysteinsson skrifar
Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok, kærasti hennar berst enn fyrir lífi sínu.
Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok, kærasti hennar berst enn fyrir lífi sínu. FACEBOOK
Dawn Sturgess, breska konan sem eitrað var fyrir með taugaeitrinu Novichok í lok júní, er látin.

AP greinir frá að hin 44 ára gamla Dawn Sturgess, sem lögð var inn á spítala ásamt kærasta sínum hinum 45 ára gamla Charlie Rowley, hafi látist vegna eitrunarinnar á sjúkrahúsi í Salisbury í Englandi.

Fyrr á árinu hafði verið eitrað fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu með sama taugaeitri, Novichok.

Lögreglan telur að Sturgess og Rowley hafi orðið fyrir eitrun þegar þau komust í snertingu við hlut sem notaður var við árásina á Skripal feðginin. Bretar saka enn Rússa um að standa á bak við árásina en þeim ásökunum harðneita Rússar.

Rowley berst enn fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi


Tengdar fréttir

Óttast aðra eitrun í Salisbury

Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×