Erlent

Í beinni: Björgunaraðgerðir halda áfram

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tveir kafarar munu fylgja hverjum dreng út úr hellinum.
Tveir kafarar munu fylgja hverjum dreng út úr hellinum. Vísir/AFP
Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku.

Í dag tókst köfurum að bjarga fjórum drengjum til viðbótar þeim fjórum sem var bjargað í gær. Á morgun stendur til að sækja þá fjóra sem eftir eru auk þjálfarans.

Aðgerðirnar hafa gengið vonum framar en aðstæður eru gríðarlega erfiðar eins og greint hefur verið frá síðustu daga.

Sjónarvottar segja að drengirnir hafi allir verið í kafarabúningum og með andlitsgrímur þegar þeir komu upp og voru færðir um borð í þyrlu sem beið þess að fara með þá á sjúkrahús.

Áherslan færist nú yfir á að hlúa að drengjunum bæði líkamlega og sálfræðilega. Búist er við að þeir geti þjáðst af næringarskorti, áfallastreituröskun og hafi orðið fyrir einhverjum súrefnisskorti.

Fylgst var með gangi mála í vaktinni á Vísi eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands

Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá.

Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn

Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú




Fleiri fréttir

Sjá meira
×