Körfubolti

Tryggvi spilaði lítið í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi hefur varið stærstum hluta sumarsins í Bandaríkjunum
Tryggvi hefur varið stærstum hluta sumarsins í Bandaríkjunum

Tryggvi Snær Hlinason kom við sögu í öðrum leik Toronto Raptors í sumardeild NBA í gærkvöldi. Tryggvi sat allan tímann á bekknum í fyrsta leik Raptors þegar liðið beið lægri hlut fyrir New Orleans Pelicans.

Hann vermdi varamannabekkinn stóran hluta leiksins í gær gegn Minnesota Timberwolves en fékk þó að spreyta sig í fjórar mínútur. 

Minnesota Timberwolves hafði öruggan sigur, 103-92.

Tryggvi Snær tók eitt frákast á þeim tíma sem hann spilaði en lét annars lítið að sér kveða.

Toronto Raptors mætir Oklahoma City Thunder í sumardeildinni í kvöld og er von á að Tryggvi fái fleiri mínútur í þeim leik.

NBA

Tengdar fréttir

Frumraun Tryggva í kvöld

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, mun hefja leik með Toronto Raptors í Summer League (sumardeildinni) í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.