Erlent

Fimmti drengurinn kominn út

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á tíunda tímanum.
Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á tíunda tímanum. Vísir/getty
Fjölmargir heimildarmenn erlendra miðla, sem nú sitja um hellinn þar sem hópur fótboltadrengja situr fastur, segja að búið sé að bjarga fimmta drengnum úr prísundinni. Björgunaraðgerðin tók um 6 klukkustundir og var drengurinn fluttur með sjúkrabifreið af vettvangi.

Fjórum fótboltapiltum var bjargað úr hellinum í gær. Þeir dvelja nú á sjúkrahúsi og eru sagðir við góða heilsu. Þeir eru þó enn í einangrun því ekki hefur verið gengið úr skugga um að þeir hafi ekki nælt sér í smitsjúkdóma meðan á helladvölinni stóð.

Björgunaraðgerðir hófust aftur klukkan fjögur í nótt og eru viðbragðsaðilar nokkuð vongóðir um framhaldið. Lítið hefur rignt síðustu daga og vatnsdæling hefur gengið vel. Því hefur vatnmagnið í hellinum minnkað hratt um helgina og fyrir vikið þurfa drengirnir ekki að kafa nema stutta leið. Bjögunaraðgerðir gærdagsins tóku um 8 klukkustundir, en sem fyrr segir tók ekki nema 6 klukkustundir að ná fimmta drengnum úr hellinum.

Búist er við því að fleiri drengir kom út úr hellinum uppúr hádegi. Vísir hefur fylgst með björgunaraðgerðunum í alla nótt og mun halda áfram að greina frá nýjustu vendingum um leið og þær gerast. Gert er ráð fyrir því að aðgerðirnir gætu staðið yfir í tvo sólarhringa í viðbót.

Allar nýjustu upplýsingar um björgunina má nálgast með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×