Enski boltinn

Tveir framtíðarmenn Arsenal í læknisskoðun í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Torreira og Kylian Mbappe í leik Úrúgvæ og Frakka í 8 liða úrslitum HM.
Lucas Torreira og Kylian Mbappe í leik Úrúgvæ og Frakka í 8 liða úrslitum HM. Vísir/Getty
Enskir miðlar segja frá því að Arsenal sá að fá tvo leikmenn í læknisskoðun í dag en þetta eru 22 ára Úrúgvæmaður og 19 ára Frakki.

BBC segir að úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira og franski miðjumaðurinn Matteo Guendouzi séu við það að ganga frá samningum við Arsenal.





Lucas Torreira er 22 ára og var í stóru hlutverki á miðju Úrúgvæ á HM í Rússlandi. Arsenal mun borga ítalska félaginu Sampdoria 26 milljónir punda fyrir hann. Arsenal var búið að ná samkomulagi við Sampdoria fyrir HM en Torreira hafði unnið sig inn í byrjunarliðið fyrir HM. Hann á nú að baki átta landsleiki.

Lucas Torreira  er ekki hávaxinn eins og menn tóku eflaust eftir á HM (168 sm) en hann tapar ekki mörgum tæklingum og er sannkallað vinnudýr inn á miðjunni. Hann er búinn að spila með Sampdoria undanfarin tvö tímabil en skoraði 4 mörk í 36 leikjum á síðustu leiktíð.

Matteo Guendouzi er 19 ára og hefur spilað með 20 ára landsliði Frakka. Hann komst þó ekki í HM-hóp franska landsliðsins en það er líka mjög erfitt. Guendouzi kemur frá Lorient og þykir líkleg framtíðarstjarna hjá Frökkum en hann er fæddur í april 1999.

Unai Emery, nýr stjóri Arsenal, hafði áður fengið þrjá nýja leikmenn til félagsins en það eru Svisslendingurinn Stephan Lichtsteiner (frá Juventus), þýski markvörðurinn Bernd Leno (frá Bayer Leverkusen) og gríski varnarmaðurinn Sokratis Papastathopoulos (frá Borussia Dortmund).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×