Enski boltinn

Aron Einar búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Cardiff

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mun spila með Cardiff Citu í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Aron Einar er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við velska félagið en hann rann út á samning í sumar og var ekki viss um hvort hann yrði áfram hjá Cardiff.

Þetta er staðfest á heimasíðu Cardiff City sem og á samfélagsmiðlum félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.







„Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Cardiff-treyjunni á nýjan leik og vera fulltrú höfuðborgar Wales í ensku úrvalsdeildinni,“ er haft eftir Aroni Einari.







Aron Einar er 29 ára gamall og hefur spilað með Cardiff City frá 2011. Hann spilaði með liðinu í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2013-14 en hin sex tímabil hans hjá félaginu hefur liðið spilað í b-deildinni.

Aron Einar hefur leikið alls 243 deildarleiki fyrir Cardiff City í báðum þessum deildum og skorað í þeim 24 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×