Innlent

Illa haldið utan um Brexit

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir að bresk stjórnvöld hafi almennt haldið illa utan um Brexit málið. Hann segir óvíst hvort þetta muni leiða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

„Þetta dregur enn frekar fram hversu þetta mál er illa undirbúið af hálfu Breta og hversu mikið óðagot hefur verið í raun og veru á Bretum í þessu máli,“ segir hann. Jón segir augljóst að þetta veiki stöðu ríkisstjórnar Theresu May og muni mögulega hafa áhrif á samningaviðræður Breta við Evrópusambandið.

Telur þú að þetta geti leitt til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu?

„Ég veit það ekki. Það er mjög erfitt um það að segja en ég hugsa að það verði vaxandi kröfur um það að bæði breska þingið og eftir atvikum breska þjóðin fái meira um málið að segja og fái lokaorðið eftir allt það sem á undan er gengið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×