Lífið

Fyrrum hús Bó Halldórs til sölu

Bergþór Másson skrifar
Myndir frá Sléttahrauni 16. Björgin Halldórsson við söng.
Myndir frá Sléttahrauni 16. Björgin Halldórsson við söng. Samsett mynd.
232 fermetra einbýlishús við Sléttahraun 16 í Hafnafirði hefur verið sett á sölu. Fyrrum eigendur hússins eru hjónin Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Björk Reynisdóttir. Pálmar Kristmunds arkítekt bjó þar einnig um skeið. Verð hússins er 81,9 milljónir króna eins og fram kemur á fasteignavef Vísis.

Húsið er miðsvæðis í Hafnafirði með tvennar svalir, átta herbergi, fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Svala Björgvins og Krummi í Mínus, tónlistarfólk og börn hjónanna, bjuggu bæði í húsinu á tímabili.

Húsið séð að utan.Lind Fasteignasala
Flott rými með píanói.Lind Fasteignasala
Þægilegt og opið sjónvarpsherbergi.Lind fasteignasala
Smart borðstofa.Lind fasteignasala

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×