Menning

Veljum listamennina vel

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hlíf Sigurjónsdóttir stendur fyrir tónleikahaldinu í Listasafni Sigurjóns, ásamt manni sínum Geirfinni Jónssyni og móður sinni Birgittu Spur.
Hlíf Sigurjónsdóttir stendur fyrir tónleikahaldinu í Listasafni Sigurjóns, ásamt manni sínum Geirfinni Jónssyni og móður sinni Birgittu Spur. Fréttablaðið/Valli
Við höldum úti þessari tónleikaröð af hugsjón og gefum okkur ekki. Þeir eru almennt vel sóttir og það er réttlæting okkar fyrir að vera til. Við veljum listamennina vel,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari um hina rótgrónu Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem verða á Laugarnestanga á þriðjudögum næstu vikur, þrítugasta sumarið í röð. Að venju hefjast þeir klukkan 20.30 og standa í um klukkustund. Þar verður því hægt að upplifa sumarkvöld við sæinn með ljúfri tónlist innan um heimsklassa höggmyndalist – umvafin sögu staðarins, allt frá landnámi til nútíma.

Gítar­hljóm­ur verður nokkuð á­ber­andi í tónleikaröðinni þetta árið. Reynir Hauks­son gítar­leik­ari og tón­skáld ríður á vaðið næsta þriðjudag, 3. júlí, með seið­andi tón­list frá Anda­lús­íu, eftir spönsk tón­skáld og sjálf­an sig. Fleiri gítaristar koma við sögu síðar, meðal annars félagarnir í Guitar Iclancio sem fagna 20 ára starfsafmæli með tónleikum 24. júlí. Inn á milli eru svo þrennir sönglagatónleikar og forvitnileg dagskrá fyrir flautu og píanó.

Tón­listin hefur ætíð skipað sinn sess í menn­ingar­starfi Sigurjónssafns. Heim­ili hjónanna Birgittu og Sigur­jóns óm­aði af tón­list, öll fjög­ur börn þeirra lærðu á hljóð­færi og þrjú þeirra lögðu tón­list fyrir sig. Ein þeirra er Hlíf sem ætlar að koma fram með danska verð­launa­gítar­leik­ar­anum Søren Bødker Mad­sen á lokatónleikunum 14. ágúst.

Kaff­istofa safns­ins er op­in eftir tón­leik­a og þar gefst tón­leika­gest­um kost­ur á að hitta flytj­end­ur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×