Fótbolti

Öskraði bara eitthvað bull á spænsku

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Alfreð Finnbogason á blaðamannafundinum í dag.
Alfreð Finnbogason á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, vatki athygli fyrir fagnið sem að hann bauð upp á gegn Argentínu þegar að hann jafnaði metin í 1-1.

Alfreð skoraði með fínu skoti af stuttu færi og hljóp svo út að hliðarlínu þar sem að hann öskraði í eina af myndavélunum sem voru að taka upp leikinn.

Framherjinn fékk spurningu á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag um hvað hann öskraði. Alfreð sagðist hafa fengið þessa spurningu áður en hann getur bara ekki svarað henni.

„Ég bullaði bara eitthvað á spænsku en ekkert sem að meikar sens. Myndavél beið mín þar þannig mér fannst ég þurfa að segja eitthvað við hana en það kom ekkert af viti út,“ sagði Alfreð og uppskar hlátrasköll í tjaldinu.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×