Fótbolti

CSKA staðfestir komu Harðar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Björgvin í auglýsingu Icelandair þar sem hann upplifir drauminn um að verða heimsmeistari
Hörður Björgvin í auglýsingu Icelandair þar sem hann upplifir drauminn um að verða heimsmeistari Vísir/Getty
CSKA Moskva hefur staðfest komu íslenska landsliðsmannsins Harðar Björgvins Magnússonar til liðsins.

Vísir hafði áður greint frá því að félagsskiptin væru yfirvofandi en nú hefur rússneska félagið staðfest þau. Hörður kemur til Rússlands frá enska 1. deildar félaginu Bristol.

CSKA greindi frá því á Twitter síðu sinni að samkomulag hefði náðst við Hörð. Samningurinn verður undirritaður á komandi vikum, en Hörður er örlítið upptekinn með íslenska landsliðinu þessa dagana.

Hörður dvaldi tvö tímabil í Englandi þar sem hann var meðal annars í liðinu sem sló Manchester United út úr deildarbikarnum síðasta tímabil.

„Ég vil þakka Herði fyrir allt hans framlag til félagsins. Tími hans hjá okkur var árangursríkur og hann hefur bætt sig sem leikmaður ásamt því að hjálpa okkur að bæta okkar stöðu. Ég óska honum alls hins besta hjá CSKA,“ sagði fyrrum stjóri Harðar Lee Johnson á heimasíðu Bristol.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×