Fótbolti

Burger King baðst afsökunar á grófri HM-auglýsingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty
Skyndibitakeðjan Burger King hefur beðiðst afsökunar á auglýsingu sinni sem þeir létu gera í aðdraganda HM í Rússlandi.

Í auglýsingunni var sagt frá því að þær rússnesku konur sem myndu eignast börn með leikmönnum á HM myndu fá lífstíðarbirgðir af Whopper, einum vinsælasta hamborgara Burger King.

Auglýsingin var svo fjarlægð í gær af samskiptamiðlum Burger King en er enn í gangi á rússneskum miðlum og hefur vakið mikla athygli.

Í auglýsingunni var talað um að þetta ætti að stuðla að betri knattspyrnumönnum í framtíðinni fyrir Rússland og að fæða börn í Rússlandi sem væru með góð fótboltagen.

Í dag birtist svo yfirlýsing á heimasíðu hamborgaraframleiðandans á rússnesku þar sem beðist er afsökunar á auglýsingunni. Auglýsingin var of gróf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×