Erlent

Danir fá nýjan viðskiptaráðherra

Atli Ísleifsson skrifar
Rasmus Jarlov hefur setið á danska þinginu frá árinu 2015.
Rasmus Jarlov hefur setið á danska þinginu frá árinu 2015. Mynd/Konservative
Danskir fjölmiðlar greina í kvöld frá því að Rasmus Jarlov, þingmaður danska Íhaldsflokksins, verði næsti viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Lars Løkke Rasmussen.

Fyrr í dag var tilkynnt að Brian Mikkelsen hafi ákveðið að láta af ráðherraembættinu til að taka við stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs þar í landi.

Danska ríkisútvarpið segir frá því að forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen muni ganga á fund drottningar á morgun með hinum nýja ráðherra.

Hinn 41 árs Jarlov hefur setið á danska þinginu frá árinu 2015.

Mikkelsen hafði setið á danska þinginu í 24 ár og gegnt ráðherraembætti í tólf ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×