Innlent

Aðstoðuðu mann í sjálfheldu í Kubba

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarsveitarmenn að störfum í Kubba.
Björgunarsveitarmenn að störfum í Kubba. Mynd/Gústi Pruductions
Björgunarsveitarmenn á Ísafirði aðstoðuðu göngumann sem var í sjálfheldu í fjallinu Kubba um klukkan 18 í dag.

Ari Kristinn Jóhannsson, formaður björgunarsveitar Björgunarfélags Ísafjarðar, segir í samtali við Vísi að átta björgunarsveitarmenn hafi tekið þátt í aðgerðinni sem hafi gengið vel. Göngumaðurinn hafði ekki slasast en fengið aðstoð við að komast niður af fjallinu.

Ari Kristinn segir að framkvæmdir standi yfir við gerð snjóflóðavarna í fjallinu og hafi verið notast við vegi tengdum framkvæmdunum við að ná manninum niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×