Fótbolti

Fjörutíu þúsund áhorfendur á leik Íslands og Nígeríu á morgun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslendingar í stúkunni á Spartak vellinum í Moskvu á laugardag
Íslendingar í stúkunni á Spartak vellinum í Moskvu á laugardag vísir/vilhelm
Reiknað er með rúmlega 40 þúsund áhorfendum á leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á Volgograd Arena á morgun. Um 250 fjölmiðlamenn verða á leiknum.

Leikvangurinn, sem er glænýr og byggður fyrir þessa keppni, stendur á bökkum Volgu og tekur samkvæmt opinberum tölum 43.713 áhorfendur í sæti. Reiknað er með 40.300 áhorfendum svo ekki er alveg uppselt á leikinn enn.

Hlutfall Íslendinga og Nígeríumanna ætti að vera svipað, um tvö til þrjú þúsund.

100 skrifandi blaðamenn, 100 ljósmyndarar og 25 lýsendur í útvarpi og sjónvarpi verða á leiknum ásamt því sem 10 rétthafar verða með sjónvarpsútsendingar og viðtöl.

Þessi leikur er því mun minni heldur en leikurinn við Argentínu hvað fjölda fjölmiðlamanna varðar.

Leikur Íslands og Nígeríu hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma á morgun, föstudag. Vísir verður með beina textalýsingu frá leiknum.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×