Fótbolti

FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
"Svo á eftir, þá læt ég treyjuna mína þarna fyrir þig.“
"Svo á eftir, þá læt ég treyjuna mína þarna fyrir þig.“ Vísir/getty
Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik.

Miðjumaðurinn Amrabat leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Watford og spilaði allan leikinn fyrir Marokkó í gær.

„Ég veit ekki hverju hann er vanur, en hann var mjög hrifinn af Cristiano Ronaldo og Pepe sagði hann hafa spurt í fyrri hálfleik hvort hann gæti fengið treyju Ronaldo,“ sagði Amrabat í viðtali í hollensku sjónvarpi í gær.

„Hvað er í gangi? Þetta er HM, ekki sirkusinn.“

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA neitaði þessum ásökunum og sagði í tilkynningu að Mark Geiger, dómari leiksins, neitaði þessu.

„FIFA dómarar fara eftir mjög ströngum hegðunarreglum varðandi samskipti við lið og leikmenn og við getum staðfest það að herra Geiger fór eftir þeim í einu og öllu,“ sagði í tilkynningu FIFA.


Tengdar fréttir

Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap

Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×