Enski boltinn

United staðfesti komu Fred

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fred er formlega orðinn leikmaður Manchester United en félagið staðfesti komu hans nú rétt í þessu.

Brasilíski miðjumaðurinn kemur til United frá úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk og skrifaði hann undir fimm ára samning við United.

„Fred mun falla vel inn með miðjumönnunum okkar, hans skapandi fótboltaheili og sendingarsýn mun bæta við vídd sóknarleiksins okkar. Ég er mjög ánægður með að fá hann til liðsins,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United, á heimasíðu félagsins.

Í byrjun júní var greint frá því að félögin hefðu komist að samkomulagi en tafir voru á tilkynningunni um félagaskiptin vegna pappírsvinnu.

United á að hafa borgað 52 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn. Fred er fæddur árið 1993 og spilaði 37 leiki fyrir Shakhtar á síðasta tímabili þar sem hann skoraði fjögur mörk.

Fred er í brasilíska landsliðshópnum sem er á HM í Rússlandi en var ónotaður varamaður í 1-1 jafnteflinu við Sviss.



 






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×