Erlent

Málglaða górillan Koko dauð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Koko spreytir sig á táknmáli. Patterson er lengst til vinstri á mynd.
Koko spreytir sig á táknmáli. Patterson er lengst til vinstri á mynd. Vísir/getty
Górillan Koko, sem þekktust er fyrir gott vald sitt á tungumáli manna, er dauð. Hún var 46 ára gömul.

Koko tileinkaði sér fjölda orða í táknmáli yfir ævina en kennslan var liður í tilraun dýrasálfræðingsins Francine Patterson. Koko er auk þess talin hafa skilið fjölmörg orð í mæltri, enskri tungu og var greindarvísitala hennar metin á bilinu 75-95. Meðalgreindarvísitala manna er um 100.

Þá eignaðist Koko nokkur gæludýr á lífsleiðinni, þ. á m. kettling sem hún nefndi sjálf All Ball.

Í yfirlýsingu frá The Gorilla Foundation, sem Patterson stofnaði á áttunda áratugnum til að festa kaup á Koko, segir að Koko verði sárt saknað. Hún hafi verið frábær fulltrúi górilla um allan heim og táknmynd góðra samskipta milli tegunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×