Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð verði innheimta veggjalda tekin upp. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra.

Einnig rætt við Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sem útilokar ekki framboð til forseta ASÍ.

Þá verður rætt við stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Rússlandi sem bíða spenntir eftir leiknum gegn Nígeríu á morgun og fjallað um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem hefst í Laugardalnum í kvöld.

Kvöldfréttatími Stöðvar 2 hefst að vanda klukkan 18:30 og má fylgjast með honum í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×