Erlent

Melania Trump vildi sjá ástandið með eigin augum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Melania Trump mætti til Texas í dag.
Melania Trump mætti til Texas í dag. Vísir/getty
Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna flaug óvænt til McAllen í Texas í dag til þess að bera augum ástandið sem skapast hefur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Undanfarnar vikur hafa bandarísk yfirvöld aðskilið börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna en bandarísk stjórnvöld telja að fólkið sé að koma ólöglega inn í landið.

Melania þakkaði læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki fyrir alla þá erfiðis vinnu, samkennd og vinsemd sem þau hafa sinnt undanfarna daga.

Melania Trump er fyrsti meðlimur Trump fjölskyldunnar til þess að vera vitni að þessum framgangi Bandarískra stjórnvalda. Stephanie Grisham, talskona Melaniu, segir að hún vilji sjá hvað sé raunverulega að gerast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×