Erlent

Maður skotinn til bana í Malmö

Atli Ísleifsson skrifar
Þrír karlmenn létu lífið í árás við netkaffihús í miðborg Malmö á mánudag.
Þrír karlmenn létu lífið í árás við netkaffihús í miðborg Malmö á mánudag. Vísir/Getty
25 ára karlmaður var skotinn til bana í hverfinu Lindängen í Malmö fyrr í kvöld. Frá þessu segir á vef Sydsvenskan.

Lögreglu barst tilkynning um skotárásina skömmu eftir klukkan 22 að staðartíma og þegar lögreglumenn komu á vettvang fannst karlmaður liggjandi á götunni við hlið vespu.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en talið er að hann látist af sárum sínum á vettvangi árásarinnar. Lögregla hefur girt af stórt svæði við Lindängsplan.

Samkvæmt heimildum Sydsvenskan tengist maðurinn þeim gengjaátökum sem hafa verið í borginni að undanförnu.

Þrír karlmenn – einn nítján ára, einn 27 ára og einn 29 ára létu lífið í árás við netkaffihús í miðborg Malmö á mánudag sem talin er tengjast téðum átökum.


Tengdar fréttir

Tveir látnir eftir skotárás í Malmö

Tveir eru látnir og fjórir særðir eftir skotárás á Drottningargötunni í kvöld. Málið er ekki talið tengjast hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×