Erlent

Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
John Goodman og Roseanne Barr leika hjónin sem þættirnir hverfast um
John Goodman og Roseanne Barr leika hjónin sem þættirnir hverfast um Vísir/Getty
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne.

Þeir þættir voru nýlega endurvaktir eftir langt hlé og nutu mikilla vinsælda þar til allt fór í háaloft eftir að aðalleikkonan og höfundur þáttanna, Roseanne Barr, sendi frá sér rasísk Twitter skilaboð.

Þar líkti hún fyrrverandi aðstoðarkonu Barack Obama við apa og voru þættirnir teknir af dagskrá í kjölfarið.

ABC hefur nú ákveðið að byrja aftur án sjálfrar titilpersónu þáttanna. Nýja þáttaröðin mun heita The Connors, sem er ættarnafn fjölskyldunnar í Roseanne þáttunum.

Hún verður þó sjálf víðsfjarri og segir talsmaður ABC að Roseanne fái ekki eina krónu í sinn vasa vegna nýju þáttanna.


Tengdar fréttir

Kennir svefnpillum um rasískt tíst

Bandaríska leikkonan Roseanne Barr tísti svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api.

Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien

Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×