Lífið

Ari Eldjárn neyddur til að leiða víkingaklapp á BBC

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Ari mætti að sjálfsögðu í Hú! bolnum fræga frá Hugleiki Dagssyni, en um tíma var óvissa um hver ætti höfundarrétt víkingaklappsins
Ari mætti að sjálfsögðu í Hú! bolnum fræga frá Hugleiki Dagssyni, en um tíma var óvissa um hver ætti höfundarrétt víkingaklappsins BBC
Ari Eldjárn fór á kostum í hinum geysivinsæla þætti Mock the Week í breska ríkissjónvarpinu BBC í gærkvöldi. Þættirnir, sem eru spjall- og spurningaþættir með uppistandsívafi, hafa verið sýndir í 13 ár.

Margir helstu grínistar Bretlands í dag gerðu garðinn frægan í Mock the Week, þar sem fjallað er um fréttir vikunnar á gamansaman hátt og skiptir miklu að vera snöggur til svara.

Langflestir gestir þáttanna eru breskir en það þótti sérstaklega við hæfi að fá Ara í heimsókn nú þegar athygli heimsbyggðarinnar beinist að Íslandi vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu.

Það var því óhjákvæmilegt að Ari yrði spurður um gengi íslenska liðsins og 1-1 „sigurinn“ gegn Argentínu. Þá var Ari látinn taka víkingaklappið en það gekk erfiðlega í fyrstu þar sem áhorfendur voru ekki alveg með á nótunum.

Þá færði Ari kollegum sínum að sjálfsögðu íslenskt nammi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×