Fótbolti

The Guardian: Aukin pressa á Íslandi sem er stóra liðið í dag

Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar
Emil Hallfreðsson með Javier Mascherano undir í baráttunni.
Emil Hallfreðsson með Javier Mascherano undir í baráttunni. vísri/vilhelm
Nick Ames, blaðamaður á The Guardian og einn af betri fótboltapennum Englands, fylgir eftir íslenska liðinu á HM og er því mættur til Volgograd þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu í dag.

Í upphitunargrein sinni um leikinn segir hann aukna pressu vera á íslenska liðinu í dag því það er stóra liðið en 190 milljóna manna þjóðin Nígería er litla liðið. Ísland er vant því að vera litla liðið í leikjum á stórmótum.

Ames var hrifinn af sjálfstrausti Heimis Hallgrímssonar og Arons Einars Gunnarssonar á blaðamannafundinum í gær þar sem að Aron sagði að vitakuld yrði þetta erfiður leikur. Það er samt eitt sem hefur breyst í undirbúningi liðsins síðustu sex daga.

„Ísland fer nú inn í leik á stórmóti sem stóra liðið sem er líklegra til sigurs. Eins krúttlegir og þeir eru utan vallar lýsir það engan veginn viðhorfi íslensku leikmannanna inn á velinum,“ segir Ames.

„Þetta er aukin pressa á íslenska liðið og eitthvað nýtt fyrir því,“ segir Nick Ames.

Enski blaðamaðurinn hafði gaman að spurningu blaðamanns Vísis um kynlífsbannið og sagði hana hafa létt andrúmsloftið verulega.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Króatar munu hvíla lykilmenn gegn Íslandi

Króatía er búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga eftir að leika einn leik í riðlinum, einmitt gegn Íslendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×