Fótbolti

Svona var stemningin hjá Íslendingunum í Fan Zone | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar
Íslenskir stuðningsmenn voru mættir á stuðningsmannasvæðið upp úr hádegi að staðartíma og fjölgar jafnt og þétt í hópi þeirra.
Íslenskir stuðningsmenn voru mættir á stuðningsmannasvæðið upp úr hádegi að staðartíma og fjölgar jafnt og þétt í hópi þeirra. Vísir/Vilhelm
Talið er að um tvö þúsund Íslendingar séu mættir til hinnar sögufrægu borgar Volgograd þar sem karlalandsliðið spilar gegn Nígeríu í annarri umferð riðlakeppni HM í knattspyrnu í dag. Leikurinn hefst klukkan 18 að staðartíma eða 15 að íslenskum tíma.

Stuðningsmannasvæðið í borginni er um fjóra kílómetra frá vellinum og þar hittust íslenskir stuðningsmenn og lögðu á ráðin. Heyrst hefur að Vertu til er vorið kallar á þig verði sungið.

Arnar Björnsson og Björn Sigurðsson voru á svæðinu og tóku hressa stuðningsmenn tali.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Tengdar fréttir

„Ísland hættir aldrei að koma mér á óvart“

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregis, talar mjög vel um íslenska fótboltalandsliðið í viðtali við Independent í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×