Fótbolti

Messi hefur hlaupið minnst allra á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi niðurlútur.
Messi niðurlútur. vísir/getty
Lionel Messi hefur hlaupið minnst allra leikmanna á HM í Rússlandi. Þetta kemur fram í opinberri tölfræði FIFA.

Messi hljóp aðeins 7,61 kílómetra gegn Íslandi á sama tíma og Gylfi Þór Sigurðsson hljóp 11,04 kílómetra. Gylfi var sá leikmaður íslenska liðsins sem hljóp mest í leiknum á laugardag.

Í 3-0 tapinu gegn Króatíu í gær fór Messi nær sömu vegalengd, 7,62 kílómetra. Það er nær tveimur kílómetrum minna en sá sem er næstur fyrir ofan Messi á listanum. Þó skal tekið fram að aðeins er átt við leikmenn sem hafa spilað allar 90 mínúturnar í tveimur leikjum.

Messi hefur fengið mikla gagnrýni í heimalandinu fyrir slaka frammistöðu, sem og allt liðið.

Rússinn Aleksandr Golovin er sá sem hefur hlaupið mest, hann hefur farið 25 kílómetra í tveimur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×