Erlent

Óeirðir í minningarathöfn XXXTentacion

Bergþór Másson skrifar
Ungur aðdáandi XXXTentacion stekkur ofan af húsþaki í faðm almúgans.
Ungur aðdáandi XXXTentacion stekkur ofan af húsþaki í faðm almúgans. YouTube
Minningarathöfn myrta rapparans XXXTentacion var stöðvuð af lögreglu Los Angeles borgar í fyrradag vegna óeirða.

XXXTentacion var skotinn til bana í vikubyrjun. Hann var mjög umdeildur en hann var ákærður fyrir heimilisofbeldi er hann lést eins og Vísir fjallaði um á dögunum.

Los Angeles Times greinir frá því að lögregluþjónar beittu táragasi á um það bil 1000 manns, sem voru hoppandi á bílum og húsþökum á götu í Fairfax hverfi Los Angeles.

Minningarathöfnin var skipulögð af samfélagsmiðlamerkinu No Jumper, sem fjallar um neðanjarðarsenu rapptónlistar Bandaríkjanna. Meðal annars var fyrsta viðtal XXXTentacions, sem vakti mikla athygli fyrir umdeild ummæli, tekið af forsvarsmönnum No Jumper. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×