Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30 verður fjallað ítarlega um leik Íslands gegn Nígeríu á HM í Rússlandi. Rætt verður við svekkta stuðningsmenn í Rússlandi og farið var víðs vegar um borgina til að fylgjast með stuðningsmönnum horfa á leikinn hér heima.

Einnig verður fjallað um varadómara sem kallaðir hafa verið inn í Hæstarétt Íslands en af 37 lögfræðingum eru aðeins sjö fyrrverandi dómarar við réttinn og örfáir aðrir hafa staðist mat á hæfni til að geta verið skipaðir dómarar við réttinn.

Rætt verður við varaformann ADHD samtakanna um brottvísun framkvæmdastjóra samtakanna, sem grunaður er um fjármálamisferli.

Við ræðum við áhyggjufulla foreldra í Laugardalnum um vímuefnaneyslu ungmenna á Secret Solstice, rætt er við við utanríkisráðherra um tolla sem Evrópusambandið hefur sett á vörur frá Bandaríkjunum og við hittum unglinga í Vinnuskólanum, en aðsókn í unglingavinnuna er með minnsta móti og segir skólastjórinn það fylgja atvinnuástandinu í landinu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatíma í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinni á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×