Innlent

Þúsundir söfnuðust saman við útiskjái víða um borg

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Ísland tapaði 2-0 fyrir Nígeríu á HM í fótbolta í dag. Gríðarleg stemning var fyrir leiknum og sjaldan eða aldrei hefur vinnuvikunni lokið jafn snemma hjá jafn mörgum fyrirtækjum og í dag. Víða var búið að koma upp útiskjám þar sem þúsundir söfnuðust saman og bjartsýnin ein ríkti um úrslit.

Vinnudeginum lauk mjög víða klukkan hálf þrjú í dag og samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu ætluðu allir nema einn að horfa á leikinn eða um 99% aðspurðra. Fyrirtæki úr flestum greinum atvinnulífsins gáfu fólki færi á að njóta leiksins og voru margir búnir að koma sér snemma fyrir í Hljómskálagarðinum þar sem liðsmenn Tólfunnar voru einnig mættir.

Stuðningsmenn Nígeríu höfðu komið sér fyrir í Stúdentakjallarnum og margir knattspyrnuáhugamenn höfðu líka komið sér vel fyrir á Melavellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×