Tónlist

Trommari þungarokkssveitarinnar Pantera látinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Abbott stofnaði sveitina Hellyeah eftir að bróðir hans var myrtur á tónleikum árið 2005.
Abbott stofnaði sveitina Hellyeah eftir að bróðir hans var myrtur á tónleikum árið 2005. Vísir/Getty
Vinnie Paul, trommuleikari og annar stofnenda þungarokkssveitarinnar Pantera, er látinn, 54 ára að aldri. Sveitin tilkynnti um andlát hans á Facebook-síðu sinni í dag en ekki kom fram hvert banamein hans var.

Paul hét réttu nafni Vincent Paul Abbott. Hann stofnaði Pantera árið 1981 ásamt bróður sínum „Dimebag“ Darrell Abbott. Sveitin hlaut fjórar tilnefningar til Grammy-verðlauna á ferlinum en hún lagði upp laupana árið 2003.

Bræðurnir stofnuðu saman hljómsveitina Damageplan árið 2004. Það var á tónleikum þeirrar sveitar sem byssumaður skaut Darrell Abbott og þrjá aðra til bana árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×