Innlent

Sluppu frá fangelsinu í Alcatraz

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Íslendingarnir Lilja Magnúsdóttir, verkfræðingur, Einar Beinteinn Árnason, eðlisfræðingur og Kristín Steinunnardóttir, verkfræðingur, tóku þátt í keppni þar sem synda þurfti frá klettaeyjunni Alcatraz í San Fransisco flóa að landi.
Íslendingarnir Lilja Magnúsdóttir, verkfræðingur, Einar Beinteinn Árnason, eðlisfræðingur og Kristín Steinunnardóttir, verkfræðingur, tóku þátt í keppni þar sem synda þurfti frá klettaeyjunni Alcatraz í San Fransisco flóa að landi. Úr einkasafni/Einar
Þrír Íslendingar sluppu frá hinu alræmda Alcatraz fangelsi í dag eða öllu heldur syntu frá fangelsinu.

Íslendingarnir Lilja Magnúsdóttir, verkfræðingur, Einar Beinteinn Árnason, eðlisfræðingur og Kristín Steinunnardóttir, verkfræðingur, tóku þátt í keppni þar sem synda þurfti frá klettaeyjunni Alcatraz í San Francisco flóa að landi. Tvö hundruð tuttugu og átta manns tóku þátt í keppninni.

Að sögn Einars er sundið 1,5 mílu langt eða 2,4 KM í 14°C köldum sjó.

Hákarlar hafast við í San Francisco flóa en þeir létu sundkappana þó blessunarlega í friði.

Einar segist lengi hafa gælt við hugmyndina um sundkeppnina.

„Ég hafði horft á myndir eins og The Rock, The Escape from Alcatraz og heimildarmyndir og hafði lengi haft það á bak við eyrað að synda frá fangelsinu eins og margir fangar reyndu. Ég minntist óvart á þessa drauma mína við Lilju vinkonu mína sem er búsett í San Francisco og eftir það var ekki aftur snúið. Við Kristín konan mín keyptum flug út hálftíma seinna og sama dag vorum við öll þrjú skráð í keppnina“

Ekkert þeirra hafði æft sund en þau bjuggu sig undir átökin með því að synda tvisvar í viku í 5-6 vikur fyrir keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×