Innlent

Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Secret Solstice-tónlistarhátíðin stendur nú yfir í Laugardalnum.
Secret Solstice-tónlistarhátíðin stendur nú yfir í Laugardalnum. Vísir/Sigurjón
Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. Lögreglan á höfðuðborgarsvæðinu segir að hún hafi haft afskipti af um þrjátíu einstaklingum í Laugardalnum vegna vörslu fíkniefna í gærkvöldi og nótt. Það er svipaður fjöldi fíkniefnamála og kvöldið áður.

„Í samhengi hlutana þar sem það koma 15.000 manns saman þá er ekki óalgengt að lögreglan finni neysluskammta á einhverjum einstaklingum. Fjöldi þessara mála er í raun bara kannski í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum á Íslandi. Það væri auðvitað betra ef þetta væri ekki til staðar,“ segir Björn.

Björn segir öllu alvarlegra að upp hafi komið ofbeldismál á hátíðinni.

„En mér finnst þó öllu alvarlegra og leiðinlegra að heyra af ofbeldi á hátíðinni. Það hafa komið núna upp á helginni 5-6 ofbeldismál, á hátíð sem hefur algerlega sloppið við ofbeldi í sögu hátíðarinnar. Það er auðvitað alltaf markmið að bjóða upp á ofbeldislausa hátíð. Þannig að mér finnst það vera svona alvarlegast í þessu. Það sem gleymist kannski líka er að 15.000 manns skemmtu sér rosalega vel í Laugardalnum. Hátíðin hefur farið í raun alveg ótrúlega vel fram þó okkur þyki þessi ofbeldismál leiðinleg. Fólk er yfir höfuð bara að skemmta sér vel í samvistum við annað fólk. Það hefur flest allt gengið vel og allir listamenn eru gríðarlega ánægðir og erlendir fjölmiðlar hafa sýnt hátíðinni mikinn áhuga og tala mjög vel um hana,“ segir Björn.


Tengdar fréttir

Fjöldi fíkniefnamála í Laugardalnum

Rúmlega þrjátíu manns voru stöðvaðir vegna vörslu fíkniefna. Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer nú fram í Laugardalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×