Fótbolti

Southgate ekki ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir 6-1 sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Southgate var ekki svo sáttur með leikinn gegn Panama í dag.
Southgate var ekki svo sáttur með leikinn gegn Panama í dag. vísir/getty
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur verið ánægðari með spilamennsku Englands þó að liðið hafi unnið 6-1 sigur á Panama í öðrum leik Englands á HM.

„Mér fannst frammistaðan ekki nóg. Mér fannst við ekki byrja vel og mér fannst ekki gott að fá mark á sig í lokin en ég held að parturinn þar á milli hafi verið nokkuð góður,” sagði Southgate við BBC.

„Ég er þó að vera mjög gagnrýninn. Mér fannst við stressaðir í byrjun en svo spiluðum við vel í 35-40 mínútur en í síðari hálfleik varð þetta svo aftur erfiðara.”

„Í stöðunni 5-0 töluðum við að eitt mark gæti skipt sköpum hvað varðar toppsætið í riðlinum svo markið í lokin var vonbrigði,” sem sá þó einhverja ljósa punkta í spilamennsku Englands:

„Vinna leikmanna undanfarnar vikur skilar þó sér í þessari frammistöðu. Þeir eru að njóta fótboltans og ég er viss um að fólkið heima sé að njóta þess líka. Þú þarft sjálfstraust til að skora mörk og föstu leikatriðin okkar eru ógn líka og það er gaman að sjá.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×