Innlent

Secret Solstice þakkar fyrir sig

Bergþór Másson skrifar
Frá Secret Solstice hátíðinni í fyrra.
Frá Secret Solstice hátíðinni í fyrra. VÍSIR/Andri Marinó
Secret Solstice hátíðinni lýkur nú að kvöldi sunnudags 24. júní. Breski rapparinn Stormzy lokar hátíðinni á stóra sviðinu í kvöld. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin í Laugardalnum.

Skipuleggjendur segja að hátíðin hafi farið vel fram og að það hafi verið heilt yfir jákvæð og góð stemning í Laugardalnum yfir helgina. Þrátt fyrir það hafði lögreglan afskipti af um þrjátíu einstaklingum vegna vörslu fíkniefna í gærkvöldi.

Skipuleggjendur segja hátíðarsvæðið vera í mun betra ásigkomulagi en við var að búast miðað við veðurskilyrði. Það þakka þeir hátíðargestum og segja þeir umhverfisvitund gesta fara vaxandi og að vel hafi verið tekið í sérstakar ráðstafanir á borð við að flokka rusl sem og að takmarka plastnotkun eftir fremsta megni.

Að sögn fjölmiðlafulltrúa hátíðarinnar voru 15.000 manns á svæðinu og þar með 500 starfsmenn.

Að lokum þakka skipuleggjendur öllum hátíðargestum, samstarfsaðilum, lögreglu, gæslu og starfsfólki Frístundamiðstöðva Reykjavíkur fyrir frábæra hátíð.


Tengdar fréttir

Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum

Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×