Erlent

Trump líkir flóttafólki við innrásarher

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla.
Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. Vísir/AP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, líkti fólki sem kemur ólöglega til landsins við innrásarher. Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda það rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla.

Talsmenn samtaka um borgaraleg réttindi, The American Civil Liberties Union, brugðust illa við orðum forsetans og sögðu að slíkt væri bæði ólöglegt og bryti auk þess í bága við stjórnarskrá landsins, þá sömu og Trump hafi svarið eið að þegar hann tók embætti.

„Við getum ekki leyft öllu þessu fólki að ráðast inn í landið okkar,“ sagði forsetinn í tísti sem hann skrifaði á meðan honum var ekið til einkagolfklúbbs hans í norðurhluta Virginíu að því er fram kemur í frétt AP.

Donald Trump, tjáði skoðun sína á flóttafólki á Twittersíðu sinni í dag.Vísir/AFP
„Þegar einhverjir koma að landamærunum verðum við rakleiðis, án atbeina dómstóla, að senda þá aftur þaðan sem þeir komu. Kerfið okkar er brandari við hliðina á góðum innflytjendastefnum og lögum og rétti,“ segir Trump.

„Það sem Trump forseti stingur upp á er bæði ólöglegt og brýtur gegn stjórnarskránni,“ segir Omar Jadwat, framkvæmdastjóri ACLU, samtaka um réttindi innflytjenda.  „Hvaða embættismaður sem er, sem hefur svarið þess eið að framfylgja stjórnarskránni og réttvísinni, ætti fortakslaust að afneita þessu.“


Tengdar fréttir

Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar

Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna.

Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum

Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×