Innlent

Líkamsárásir í Laugardal

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Secret Solstice-hátíðinni í fyrra
Frá Secret Solstice-hátíðinni í fyrra VÍSIR/ANDRI MARINÓ
Hið minnsta tvær líkamsárásir og 12 fíkniefnabrot komu inn á borð lögreglunnar í nótt í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice. Hátíðin hefur farið fram í Laugardal um helgina.

Í skeyti lögreglunnar til fjölmiðla í morgun eru málin reifuð stuttlega. Tvær líkamsárásir hafi verið bókaðar, sú fyrri um klukkan 21 og hin síðari upp úr miðnætti. Um hafi verið að ræða „hnefahögg og spörk“ en meiðsl á fólki eru ekki tíunduð. Fleiri ofbeldismál hafi þó komið upp í gærkvöldi, þau hafi hins vegar ekki verið bókuð sérstaklega.

Þá hafi lögreglan haft afskipti af 12 einstaklingum vegna vörslu þeirra á fíkniefnum. Ekki fylgir sögunni hvort um hafi verið að ræða söluskammta eða smáræði til einkaneyslu. Þá voru hendur hafðar í hári vímaðs ökumanns sem reyndi að yfirgefa tónleikasvæðið í nótt. Hann er jafnframt sagður hafa ekið ökuréttindalaus.


Tengdar fréttir

Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum

Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×