Fótbolti

HM í dag: Króatar, keila og hótelvandræði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er blíðskaparveður sem fyrr í Rússlandi.
Það er blíðskaparveður sem fyrr í Rússlandi.
Það er komið víða við í HM í dag að þessu sinni en þátturinn er sendur út frá Rostov við Don í dag.

Það er mikil hitabylgja í borginni og hitinn orðinn mikill strax í morgun. Það er síðan spáð allt að 35 stiga hita á morgun. Þegar leikurinn verður flautaður á er spáð 29 stiga hita eins og staðan er núna.

Henry Birgir Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson fóru eðlilega yfir Króataleikinn í þætti dagsins enda ljóst að breytingar verða gerðar á þeirra liði.

Strákarnir tala einnig aðeins um keilumót fjölmiðlamanna sem fram fór í gær en þar voru starfsmenn Sýnar sigursælir. Svo gekk ýmislegt á þegar menn mættu upp á hótel. Leki og símar með læti. Það er von á öllu í nýju borginni.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×