Fótbolti

Völdu Gelendzhik útaf hitanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson á æfingu.
Aron Einar Gunnarsson á æfingu. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi að íslenska landsliðið æfði í miklum hita á milli leikja á heimameistaramótinu í Rússlandi.

Íslenska landsliðið hefur aðsetur í Gelendzhik sem er mjög sunnarlega í Rússlandi og þar er mjög heitt.

Kínverskur blaðamaður spurði Heimi út í ástæðuna fyrir því að íslenska landsliðið æfði í hádeginu, á heitasta tíma dagins.

„Við völdum þennan tíma og þetta var því okkar ósk, því þetta er í takti við það sem við höfum verið að gera. Mesti hitinn vissulega en það eru ekki það mikil átök og áreynsla á æfingunni,“ sagði Heimir.

Íslenska landsliðið þarf að glíma við mikinn hita í leikjum sínum og það hefur verið unnið markvisst að því að undirbúa liðið fyrir slíkar aðstæður.

„Það er mikilvægt fyrir leikmenn okkar að æfa í hitanum. Þess vegna völdum við að vera í Gelendzhik, sem er einn heitasti staðurinn, og þess vegna æfum við í hádeginu,“ sagði Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×