Fótbolti

Heimir: Sigurinn gegn Englandi ekki frábrugðinn öðrum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron og Heimir á fundinum í dag. Með þeim er Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi.
Aron og Heimir á fundinum í dag. Með þeim er Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi. vísir/vilhelm
Sigurinn gegn Englandi á EM 2014 var ekki frábrugðinn öðrum sigum sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands, á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun.

Heimir var spurður út í sigurinn gegn Englandi af breskum blaðamanni og segir hann að hann sé ekki neitt annað en sigur fyrir þá.

„Ég held að leikurinn gegn Englandi hafi gert jafn mikið fyrir okkur og að leggja Tyrki á útivelli, Úkraínu á heimavelli. Svo leikurinn gegn Englandi var ekki frábrugðinn öðrum sigrum,” sagði Heimir.

„Við þurfum að berjast fyrir hverjum sigri. Auðvitað var sigurinn gegn Englandi á stærra sviði. Það er kannski svipað og leikurinn á morgun.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×